Háskóli Íslands

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands leitar að spyrlum í símaver

Starfið felst í því að hringja í fólk, taka staðlað viðtal við þátttakendur og samtímis að slá inn svör þeirra í tölvu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Unnið er á vöktum frá kl. 17:00 - 21:30 á virkum dögum en 11:00 – 17:00/18:00 um helgar (18:00 á laugardögum en 17:00 á sunnudögum). Um helgar er deginum skipt í tvær vaktir og spyrlar geta unnið á annarri vaktinni eða báðum. Spyrill ræður hversu margar vaktir hann skráir sig á (þó að lágmarki þrjár vaktir á viku).

Greitt er skv. yfirvinnutaxta SFR, launaflokki 015.

Tekið er á móti rafrænum umsóknum/fyrirspurnum á gjs@hi.is.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is