Háskóli Íslands

European Values Study

Lýsing:

European Values Study veitir einstaka innsýn í hugmyndir, viðhorf, gildi og skoðanir íbúa um alla Evrópu á margvíslegum mannlegum málefnum eins og trúarbrögðum, fjölskyldutengslum, atvinnu, stjórnmálum og á samfélaginu í heild sinni. European Values Study var fyrst gerð árið 1981 en hún hefur verið gerð fjórum sinnum.

Þemu:

Líferni, fjölskylduhagir, atvinna, trúarbrögð, stjórnmál, samfélag.

Niðurstöður úr rannsóknum:

GESIS ZACAT

Útgefið efni:

EVS Repository inniheldur næstum 900 útgáfur þar sem EVS gögn hafa verið notuð.

Atlas of European Values Study, niðurstöður aðgengilegar fyrir almenning: 

Helstu niðurstöður úr íslensku rannsókninni frá 2009-2010 má finna í skýrslunni Lífsgildi Íslendinga 2009-2010

Þátttaka í sjálfboðaliðastarfi á Íslandi er fræðigrein sem birtist í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla. Rannsóknin sem fjallað er um í greininni byggir á gagnasafni EVS.

Samstarfslönd:

Albanía, Armenía, Austurríki, Aserbaídsjan, Belgía,  Bretland,   Bosnía-Hersegóvína, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Georgía, Grikkland, Holland, Hvíta-Rússland, Írland, Ísland, Ítalía, Kýpur, Króatía, Kósóvó, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Makedónía, Malta, Moldóva, Norður-Írland, Norður-Kýpur, Noregur, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Rússland, Serbía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svartfjallaland, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Tyrkland, Þýskaland, Ungverjaland, Úkraína.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is