Háskóli Íslands

Datasmoothie

Datasmoothie er hugbúnaður sem auðveldar notendum að greina gögn og setja þau fram á skilvirkan, einfaldan og notendavænan hátt á netinu á gagnvirkum vefsíðum. Kerfið er þróað í samstarfi við erlend fyrirtæki ásamt Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Með því að setja gögn inn í Datasmoothie geta notendur kafað dýpra í gögnin sem unnið er með.
 
Datasmoothie hefur verið notað til þess að birta niðurstöður fylgiskannana í samstarfi við Félagsvísindastofnun og mbl. Gröfin hafa vakið eftirtekt og hafa um 30 þúsund manns skoðað gröfin og hafa þessir notendur smellt 50 þúsund sinnum á síur sem birtast fyrir ofan gröfin til að afla sér frekari upplýsinga um niðurstöðurnar.

Hér má sjá dæmi um framsetningu niðurstaðna úr nokkrum könnunum en vinsamlega athugið að síðan er í vinnslu.

https://www.datasmoothie.com/@fel/

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is