Háskóli Íslands

ANED - Academic Network of European Disability

Lýsing:

Evrópuverkefnið - ANED - Academic Network of European Disability experts – er hluti af PROGRESS áætlun Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (European Commission). Verkefnið hófst árið 2008 og er til 4 ára.  Markmið ANED er að stofna og reka rannsóknanet um málefni fatlaðs fólks með þátttöku Evrópusambands- og EFTA landa. ANED rannsóknanetið veitir Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sérfræðiupplýsingar og aðstoð við að lýsa og greina aðstæður fatlaðs fólks innan Evrópusambandsins og EFTA landanna. Þessar upplýsingar eru lagðar til grundvallar stefnumótun Evrópusambandsins í málefnum fatlaðs fólks.

Tengiliður:

Verkefninu er stýrt af Human European Consultancy í Hollandi og University of Leeds í Bretlandi. Samstarfsaðili ANED á Íslandi er Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum og verkefnisstjóri hér á landi er Rannveig Traustadóttir prófessor í fötlunarfræðum.

Þemu:

Verkefnið fjallar um rannsóknir og stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks í Evrópu. Helstu þemu eru: Law and Policy, Employment, Social Inclusion, Independent Living, Comparative Data og Monitoring Rights. Á hverju ári eru skilgreind undirþemu í samráði við Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Samstarfslönd:

Evrópusambandslönd og EFTA löndin. Alls um 30 lönd.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is