Háskóli Íslands

Þjóðarspegillinn - Ráðstefna í félagsvísindum, verður haldin í átjánda sinn þann 3. nóvember 2017.

Aðgangur ókeypis - allir velkomnir.

 

 

 

Um Þjóðarspegilinn

Þjóðarspegillinn: Ráðstefna í félagsvísindum er haldinn í október ár hvert við Háskóla Íslands. Um 150 fyrirlestrar eru fluttir í u.þ.b. 45 málstofum sem fjalla um það sem efst er á baugi í rannsóknum á sviði félagsvísinda á Íslandi. 

Í ráðstefnuvikunni er veggspjaldasýning þar sem fjölmargir fræðimenn, meistara- og doktorsnemar kynna rannsóknir sínar.

NÝJUNG: Við höfum opnað fyrir skráningu á póstlista, svo fréttir sem tengjast árlegri ráðstefnu Þjóðarspegilsins fari ekki fram hjá áhugasömum. 

 

Skrá á póstlista Þjóðarspegilsins

 

 

 

Fylgist með okkur á Facebook

 

Útgáfa Þjóðarspegils

Í tengslum við ráðstefnuna birtist ágripabók þar sem hægt er að kynna sér efni allra erinda sem eru flutt á ráðstefnunni ár hvert. Stjörnumerktum ágripum í ritinu fylgir grein í Skemmunni sem hægt er að nálgast með því að smella á viðeigandi hlekk í ágripabók. 

Eldri ráðstefnurit Þjóðarspegilsins má nálgast á Skemmunni.

 

Ágripabók Þjóðarspegils 2016

Ágripabók fyrir ráðstefnuna árið 2016 má finna hér.

Í ágripabókinni má kynna sér efni allra erinda sem flutt eru á ráðstefnunni auk innihalds þeirra veggspjalda sem sýnd eru í ráðstefnuvikunni. Stjörnumerkt erindi gefa til kynna að grein fyrlgir erindi. Greinar verða aðgengilegar á Skemmunni á ráðstefnudaginn. 

Eldri ráðstefnurit Þjóðarspegilsins má nálgast á Skemmunni.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is