Háskóli Íslands

Þjóðarspegillinn - Ráðstefna í félagsvísindum, verður haldin í átjánda sinn þann 3. nóvember 2017.

Aðgangur ókeypis - allir velkomnir.

 

 

 

Um Þjóðarspegilinn

Þjóðarspegillinn: Ráðstefna í félagsvísindum er haldinn í október ár hvert við Háskóla Íslands. Um 180 fyrirlestrar eru fluttir í u.þ.b. 55 málstofum sem fjalla um það sem efst er á baugi í rannsóknum á sviði félagsvísinda á Íslandi. 

Í ráðstefnuvikunni er veggspjaldasýning þar sem fjölmargir fræðimenn, meistara- og doktorsnemar kynna rannsóknir sínar.

NÝJUNG: Við höfum opnað fyrir skráningu á póstlista, svo fréttir sem tengjast árlegri ráðstefnu Þjóðarspegilsins fari ekki fram hjá áhugasömum. 

 

Skrá á póstlista Þjóðarspegilsins

 

 

 

 Fylgist með okkur á Facebook

 

Skráningarleiðir

Tvær stórar breytingar á fyrirkomulagi ráðstefnunnar áttu sér stað 2017. 

Í fyrsta lagi var lögð áhersla á að þátttakendur skráðu erindi sín sem hluti af fyrirfram ákveðnum málstofum með 2-4 erindum. Í öðru lagi var útgáfa ritstýrðra greina felld niður.

Skráningarleiðir 2017 voru eftirfarandi: 

A) Ágrip og erindi sem er hluti af fyrirfram ákveðinni málstofu

B) Ágrip fyrir veggspjald ásamt örkynningu (10 mínútur)

C) Ágrip fyrir veggspjald án örkynningar

Dagskrá og ágripabók

Dagskráin fyrir Þjóðarspegilinn XVIII - 2017

Smellið hér til að nálgast nýjustu útgáfu rafrænnar dagskrár. (5. útgáfa birt 2. nóvember).

 

Í tengslum við ráðstefnuna birtist ágripabók þar sem hægt er að kynna sér efni allra erinda sem eru flutt á ráðstefnunni ár hvert. Til ársins 2017 eru ágrip í ritinu stjörnumerkt ef þeim fylgir grein í Skemmunni sem hægt er að nálgast með því að smella á viðeigandi hlekk í ágripabók. Árið 2017 var ekki gefinn kostur á útgáfu greina.

Ágripabók fyrir ráðstefnuna árið 2017 má finna hér.

Í ágripabókinni má kynna sér efni allra erinda sem flutt eru á ráðstefnunni auk innihalds þeirra veggspjalda sem sýnd eru í ráðstefnuvikunni.

Eldri ráðstefnurit Þjóðarspegilsins má nálgast á Skemmunni.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is