Háskóli Íslands

Þjóðarspegillinn - Ráðstefna í félagsvísindum, verður haldin í nítjánda sinn föstudaginn 26. október 2018.

Aðgangur ókeypis - allir velkomnir.

 

 

 

Um Þjóðarspegilinn

Þjóðarspegillinn: Ráðstefna í félagsvísindum er haldinn í október ár hvert við Háskóla Íslands. Um 170 fyrirlestrar eru fluttir í u.þ.b. 45 málstofum sem fjalla um það sem efst er á baugi í rannsóknum á sviði félagsvísinda á Íslandi. 

Í ráðstefnuvikunni er veggspjaldasýning þar sem fjölmargir fræðimenn, meistara- og doktorsnemar kynna rannsóknir sínar.

NÝJUNG: Við höfum opnað fyrir skráningu á póstlista, svo fréttir sem tengjast árlegri ráðstefnu Þjóðarspegilsins fari ekki fram hjá áhugasömum. 

 

Skrá á póstlista Þjóðarspegilsins

 

 

 

 Fylgist með okkur á Facebook

 

Skráningarleiðir

Fyrirkomulag ráðstefnunnar mun vera hið sama og í fyrra, með fyrirfram ákveðnum málstofum. 

Þátttakendur skulu skrá erindi sín sem hluti af fyrirfram ákveðnum málstofum með 2-4 erindum. Athugið að útgáfa ritstýrðra greina hefur verið hætt.

Þrjár skráningarleiðir eru í boði: 

A) Ágrip og erindi sem er hluti af fyrirfram ákveðinni málstofu

B) Ágrip fyrir veggspjald ásamt örkynningu (10 mínútur)

C) Ágrip fyrir veggspjald án örkynningar

Dagskrá og ágripabók

Þjóðarspegilinn: Ráðstefna í félagsvísindum XIX - Dagskrá 

Smellið hér til að nálgast rafræna útgáfu dagskráarinnar. (birt 25. október).

Í tengslum við ráðstefnuna birtist ágripabók þar sem hægt er að kynna sér efni allra erinda sem eru flutt á ráðstefnunni ár hvert. Til ársins 2017 eru ágrip í ritinu stjörnumerkt ef þeim fylgir grein í Skemmunni sem hægt er að nálgast með því að smella á viðeigandi hlekk í ágripabók. Frá og með árinu 2017 var ekki gefinn kostur á útgáfu greina.

Ágripabók fyrir Þjóðarspegilinn XIX er hægt að nálgast hér.

Í ágripabókinni má kynna sér efni allra erinda sem flutt eru á ráðstefnunni auk innihalds þeirra veggspjalda sem sýnd eru í ráðstefnuvikunni.

Eldri ráðstefnurit Þjóðarspegilsins má nálgast á Skemmunni.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is